Starf alþjóðafulltrúa við Háskólann á Bifröst 25. júní 2020

Starf alþjóðafulltrúa við Háskólann á Bifröst

Háskólinn á Bifröst auglýsir eftir alþjóðafulltrúa með þekkingu, metnað og reynslu á sviði alþjóðlegra samskipta og áhuga á virkri þátttöku í frekari uppbyggingu og þróun alþjóðlegra tengsla og skiptináms. Bifröst er framsækinn háskóli sem hefur verið leiðandi í uppbyggingu hagnýts fjarnáms á háskólastigi hér á landi síðastliðin 20 ár. 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

  • Verkefnastjórn alþjóðlega sumarskólans og náms fyrir erlenda nema.
  • Markaðssetning og kynning á námsframboði.
  • Þjónusta við erlenda nema skólans.
  • Umsjón með skiptinemum.
  • Samskipti við erlenda samstarfsskóla.
  • Móttaka erlendra skiptikennara og aðstoð við heimakennara.
  • Umsóknir í evrópskar starfsáætlanir.
  • Þátttaka í erlendum tengslanetum.
  • Önnur þróunarverkefni og tilfallandi verkefni á alþjóðasviði.
  • Virkt samráð við markaðssvið, kennslusvið og deildarforseta.

Hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af alþjóðasamskiptum er æskileg.
  • Reynsla úr skólastarfi er æskileg.
  • Skipulagshæfileikar.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Þjónustulipurð og jákvæðni í samskiptum.
  • Menningarlæsi.
  • Mjög góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti.

Umsókn: Með umsókn skulu fylgja náms- og starfsferilsskrá, afrit af útskriftarskírteinum, ásamt kynningarbréfi þar sem lýst er reynslu er nýtist í starfi alþjóðafulltrúa. Starfsstöð: Bifröst.

Nánari upplýsingar og umsóknarvef er að finna hér: https://alfred.is/starf/althjodafulltrui

Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí 2020.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta