30. ágúst 2023

Stærðin skiptir máli

Lagadeild Háskólans á Bifröst gengst ásamt lagadeild og viðskiptadeild Háskóla Íslands og Samkeppniseftirlitinu fyrir áhugaverðu málþingi um samkeppnisrétt.

Yfirskrift málþingsins er: Samkeppnishömlur þvert á landamæri og áhrif á minni markaðssvæðum.

Aðalfyrirlesari er Marek Martyniszyn, prófessor við Queen’s University Belfast og mun hann kynna rannsóknir sínar á áhrifum skaðlegra samkeppnishamla þvert á landamæri með tilliti til lítilla markaðssvæða.

Þá mun Samkeppniseftirlitið og Haukur Logi Karlsson, lektor við lagadeild HB, ræða hugmyndir hans m.t.t. íslenskra aðstæðna.

Málþingið fer fram í Veröld - húsi Vigdísar, mánudaginn 4. september, nk. kl. 15:00-16:30 (stofu 007).

Málþingið fer fram á ensku. Málþingsstjóri er Gylfi Magnússon, prófessor og forseti viðskiptafræðideildar HÍ.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta