2. september 2022

Staða innflytjenda á vinnumarkaði

Út er komin skýrslan Innflytjendur og staða þeirra á vinnumarkaði í Covid-kreppu eftir dr. Vífil Karlsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. Þar greinir Vífill frá viðamikilli rannsókn á stöðu innflytjenda á vinnumarkaði í samanburði við innfædda Íslendinga. Markmiðið var að greina hvort innflytjendur stæðu verr að vígi og þá sérstaklega með hliðsjón af sex vinnumarkaðstengdum þáttum eða atvinnuöryggi, úrvali atvinnuframboðs, möguleika á eigin atvinnurekstri, ánægja með laun, uppgefnar tekjur og hamingju. 

Rannsóknin er byggð á 16.000 manna skoðanakönnun sem gerð var á árunum 2016, 2017 og 2020. 

Helstu niðurstöður eru þær, að af áðurnefndum sex þáttum komu innflytjendur verr út í fimm þáttum. Eini þátturinn sem þeir komu ekki verr út úr var ánægja með laun en þar stóðu innflytjendur jafnfætis innfæddum. Að öðru leyti mátu þeir stöðu sína verr en hjá innfæddum og verst þegar spurt var um atvinnuöryggi. 

Í rannsókninni gafst kostur á að meta vinnumarkaðstengda þætti saman við 36 aðra þætti sem flokka mætti sem nauðsynleg og nægjanleg búsetuskilyrði. Slíkur samanburður á milli ára leiddi jafnframt í ljós að frá 2016 til 2020 versnuðu vinnumarkaðstengdu þættirnir hlutfallslega mest, en þeir eru aðeins hluti af þeim 40 samfélagsþáttum sem rannsóknin nær til. Aftur sker atvinnuöryggi sig úr, þar sem sá þáttur versnaði mest hjá innflytjendum á þessu tímabili. 

Af öðrum þáttum sem innflytjendur töldu sig standa lagar að vígi en áður má nefna framfærslu og ýmsa þjónustu. Af þeim þáttum sem bötnuðu á milli ára má nefna leiguíbuðir og vegakerfi. 

Þá töldu innflytjendur sig standa standa í sjávarútvegi og ferðaþjónustu en öðrum greinum atvinnulífsins.

Ef litið er til samanburðar eftir búsetu, þá reyndust innflytjendur á landsbyggðinni ánægðari með laun en innfæddir á landsbyggðinni. Aftur á móti var úrval atvinnu talið verra.

Nánari upplýsingar

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta