22. mars 2023
Spilling
Töf á viðhlítandi birtingu á alþjóðasamningum um spillingu takmarkar að öllum líkindum möguleika ákæruvaldsins í slíkum
málum, segir í grein eftir Bjarna Má Magnússon, lagaprófessor við Háskólann á Bifröst, sem Morgunblaðið birti í morgun.
Meint spilling íslensks fyrirtækis á erlendri grundu hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarin ár. Einn angi þeirrar umræðu lýtur að regluverkinu um spillingu sem er í gildi hérlendis.
Í greininni rekur Bjarni Már hvernig töf á birtingu í Stjórnartíðindum getur haft alvarlega áhrif á ákærur í spillingarmálum og spyr jafnframt að vinnubrögðum stjórnvalda í þessum efnum.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta