Spennandi störf í boði
Háskólinn á Bifröst og Hagstofa Íslands óska eftir tveimur meistaranemum í sumarstarf. Störfin hefjast eftir nánara samkomulagi í júní og lýkur í september nk.
Stofnanirnar fengu nýlega styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að vinna að rannsókn á stöðu einyrkja (sjálfstætt starfandi) innan skapandi greina á Íslandi. Hópur einyrkja í þessum atvinnugreinum er stór í hlutfalli við aðrar atvinnugreinar og fer stækkandi.
Nemendur munu vinna með gögn sem til eru í gagnagrunnum Hagstofu um einyrkja en einnig að þróun skilgreininga fyrir þennan hóp þátttakenda á vinnumarkaði út frá skilgreiningum annarra landa og alþjóðlegum stöðlum. Niðurstöður miða að því að raungera tölfræðilega vinnslu gagna um einyrkja á samanburðarhæfan hátt við önnur lönd og aðrar atvinnugreinar.
Við leitum eftir nemendum í meistaranámi á sviðum viðskiptafræði, hagfræði, markaðsfræði, vinnumarkaðsfræðum eða mannauðstjórnun. Gerð er krafa um góða grunnþekkingu á R. Þekking á Stata eða Python forritum er kostur. Þekking á listum og skapandi greinum og/eða á vinnumarkaði er einnig kostur.
Störfin eru staðsett á skrifstofum Hagstofu Íslands í Borgartúni 21A
Kjör eru skv. skilmálum Nýsköpunarsjóðs námsmanna en til viðbótar fá nemendur greitt hlutfall launa sérfræðinga hjá Hagstofu Íslands skv. samningi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Dr. Stefan Wendt, forseti Viðskiptafræðideildar Bifrastar í netfanginu deildarforsetiVD@bifrost.is
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta