8. janúar 2015

Skýrsla um íslenska netverslun kynnt á fjölmennum fundi

Ný skýrsla um stöðu íslenskrar netverslunar var kynnt á Nordica Hótel í morgun, 8. janúar 2015, að viðstöddu fjölmenni. Þau sem tóku til máls voru Stefán Kalmansson aðjúnkt Háskólanum á Bifröst, Emil B. Karlsson forstöðumaður RSV, Elvar Bjarki Helgason frá Íslandspósti og Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Ígló og Índí. Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Kokku var fundarstjóri.
 
Meðal annars kom fram í skýrslunni að innlend netverslun eru 7 milljarðar eða 1% af smásöluveltu árið 2013 sem er mun lægra en áætlað hlutfall í nágrannalöndunum. Einnig kom fram að Ísland væri lítill markaður og ætti í mikill samkeppni við erlenda netverslun en neytendur á Íslandi kaupa í mun meira mæli vörur erlendis frá en neytendur í nágrannalöndunum þar sem netverslun er að mestu leyti innanlands. Þá greindi Guðrún Tinna frá háum flutningskostnaði frá Íslandi til útlanda sem stæði sókn íslenskra netverslana á erlenda markaði í fyrir þrifum.
 

Hér má sjá skýrsluna.
 
Hér að neðan má nálgast glærukynningar sem frummælendur á kynningarfundi 8. janúar notuðu:
 
Stefán Kalmansson Háskólinn á Bifröst. Kynning á rannsókn um íslenska og alþjóðlega netverslun.
Emil B. Karlsson forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Verslunarhættir morgundagsins. Elvar Bjarki Helgason Íslandspóstur. Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?
Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Ígló&Indí. Reynslusaga.


 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta