22. október 2023

Skráðu þig í vísindaferð

Vísindaferðin er sú fyrsta á þessu skólaári. Hún er fyrir alla háskólanema og er aðgangur þeim að kostnaðarlausu. Auk kynningar á Gullegginu, stærstu frumkvöðlakeppni landsins, býður fjöldi fyrirtækja og stofnanir upp á skemmtilegt spjall í visindaferðinni. Þar á meðal verður Háskólinn á Bifröst og er þetta jafnframt í frysta sinn sem við verðum á staðnum. 

Þá verða drykkir í boði frá CCP á meðan birgðir endast og Daniil heldur uppi stemningunni með tónlistaratriði.

Vísindaferðin er í Grósku hugmyndahúsi, föstudaginn 27. október nk. kl. 17:00-20:00. Skráðu þig strax ef þú hefur áhuga á að taka þátt í vísindaferðinni. Venjan er sú að færri komast að en vilja.

Háskólinn á Bifröst er einn af bakhjörlum Gulleggsins

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta