28. júlí 2015

Skiptinemi við Bifröst sigraði í alþjóðlegri samkeppni og verður starfsnemi hjá SÞ

Sarah-Lea Effert var skiptinemi frá Þýskalandi við Háskólann á Bifröst á haustönn 2013. Á Bifröst fór hún með hlutverk "sendiherra Bandaríkjanna" í Bifröst Model UN (hermileikur SÞ) haustið 2013 sem haldið var í tengslum við námskeið Dr. Magnúsar Árna Magnússonar í alþjóðastjórnmálum. Það leysti hún af stakri prýði, eins og annað sem hún tekur sér fyrir hendur. Hér sést hún í ræðupúlti allsherjarráðsins núna í júlí sem einn af sigurvegurunum í alþjóðlegri ritgerðarsamkeppni um þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Að auki hefur hún verið valin starfsnemi hjá Efnahags- og félagsmálanefnd Sameinuðu þjóðanna á þýskum skólastyrk. Háskólinn á Bifröst óskar henni innilega til hamingju með árangurinn og er stoltur af því að hafa fengið að njóta hennar sem skiptinema við skólann.

Árlega stunda á milli 40-50 skiptinám við Háskólann á Bifröst frá hinum ýmsu löndum. Þá fara á milli 20- 30 nemendur frá Bifröst og dvelja sem skiptinemar víðs vegar um heiminn á hverju ári. 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta