Frá fyrstu vinnustofu verkefnisins í Guarda í Portúgal í apríl sl.

Frá fyrstu vinnustofu verkefnisins í Guarda í Portúgal í apríl sl.

5. desember 2023

Skapandi hugsun þvert á fagsvið

Háskólinn á Bifröst er einn af átta evrópskum háskólum sem standa að samstarfsverkefninu CT.Uni. Verkefnið hlaut 36 milljón króna styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til að þróa kennsluaðferðir, standa að þjálfun og vinnustofum með þátttöku bæði kennara og nemenda.

Fyrsta vinnustofa verkefnisins fór fram í apríl, á vegum IPG háskólans í Guarda, Portúgal, sú næsta verður leidd af Viðskiptaháskólanum í Bratislava í vor, og næsta haust er viðburður á vegum Háskólans á Bifröst ráðgerður.

Markmið CT.UNI verkefnisins er að byggja undir STEAM nálgun við úrlausn viðfangsefna og að  stuðla þannig að auknu samstarfi á milli vísinda, tækni, lista, verkfræði og stærðfræði. Nemendur, rannsakendur, fyrirlesarar og stjórnendur eru hvattir til að vinna saman, þvert á fræðasvið, með gagnrýnni og skapandi hugsun. Nánar má lesa um verkfefnið og þá háskóla sem að því koma á vef þess.

Samhliða því að búa til efni og setja fram áhugaverðar hugmyndir um hvernig kenna megi skapandi hugsun á háskólastigi mun verkefnið bjóða upp á þjálfun fyrir áhugasama fyrirlesara í notkun þeirra.

Hluti rannsóknarinnar beinist að upplifun nemenda í háskólanámi, og því hvaða tækifæri nemendur hafa til að beita skapandi og þverfaglegri nálgun við lausn viðfangsefna og að vinna hagnýt verkefni í samstarfi við atvinnulíf og samfélag.

Nú stendur svo yfir könnun meðal nemenda allra samstarfsskólanna, þar sem spurt er um færni og reynslu af skapandi nálgun við lausn viðfangsefna. Niðurstöður könnunarinnar nýtast við þróun kennsluefnis, meðal annars á sviði nýsköpunar og þróunar viðskiptahugmynda.

Nemendur við Háskólann á Bifröst eru jafnframt hvattir til að taka þátt í könnuninni. Hlekk á könnunina má finna hér: UGLA - Lesa (bifrost.is)

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta