Sirrý á sérfræðingur Masterclass Gulleggsins
Sigríður Arnardóttir (Sirrý), stundakennari við Háskólann á Bifröst, var meðal þeirra sérfræðinga sem leiðbeindu upprennandi frumkvöðlum á Masterclass Gulleggsins í dag, föstudag.
Sirrý miðlaði til þáttakenda sérþekkingu sinni á sviði samskipta og framkomu með það að markmiði að efla framsetningu hugmynda og sjálfstraust teyma.
Masterclass Gulleggsins er einn af lykilviðburðum í kringum frumkvöðlakeppnina Gulleggið og er það ókeypis tveggja daga nýsköpunarhraðall fyrir frumkvöðla. Masterclassinn /Námskeiðið er opið öllum þátttakendum — hvort sem þeir koma með hugmynd eða ekki. Á námskeiðinu dýpka þáttakendur skilning sinn á nýsköpunarferlinu og æfa sig í kynningartækni undir handleiðslu reyndra sérfræðinga út háskóla- og atvinnulífinu.
Gulleggið er á vegum Klak Icelandic Startups og er stærsta frumkvöðlakeppni háskólanema á Íslandi. Keppnin er mikilvægur vettvangur þar sem hugmyndir fá að vaxa, tengslanet myndast og nýsköpun fær byr undir báða vængi.
Keppnin er opin öllum og er fólk hvatt til að láta reyna á hugmyndir sínar, óháð því á hvaða stigi þær eru. Háskólinn á Bifröst hvetur nemendur sína eindregið til þátttöku og til að læra af sérfræðingum á borð við Sirrý.
Háskólinn á Bifröst er stoltur bakhjarl Gulleggsins og leggur með stuðningi sínum áherslu á mikilvægi frumkvöðlastarfs og tengingu fræðasamfélagsins við hagnýt verkefni í atvinnulífinu.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta