Kampakátir sigurvegarar í Missó 2024.

Kampakátir sigurvegarar í Missó 2024.

30. maí 2024

Sigurvegarar í Missó 2024

Sigurvegarar í Missó 2024 voru Daniela Katarzyna Zbikowska, Haraldur Óli Gunnarsson, Helgi Snær Gestsson, Hulda Teitsdóttir, Jóel Jens Guðbjartsson og Pétur Snær Hansen, en saman mynduðu þau þverfaglegan hóp viðskiptafræði- og lögfræðinema sem fór með sigur af hólmi í þessari árvissu keppni um besta misserisverkefni ársins. Verkefnið sem færði þeim sigurinn fjallaði um innherjasvik. 

Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. að hópurinn hafi náð að hagnýta sér þá styrkleika sem þverfagleg nálgun sem þessi felur í sér og að stuðst sé við flókin efnistök sem myndu sóma sér vel í meistaraverkefni. Niðurstaðan hafi birst í þverfaglegu verkefni sem fjallar um innherjasvik út frá lögskýringum og hvernig beita megi lögfræðilíkani til að greina merki um innherjasvik.

Til afmörkunar verkefnisins tók hópurinn til ýtarlegrar skoðunar nýjasta dómsmálið sem komið hefur upp um innherjasvik og kennt við Icelandair, til að kanna hvort að líkindi hafi staðið til þess, að upplýst viðskipti hafi átt sér stað í kringum atburði sem fram komu í dómnum.

Rannsóknin sýnir fram á, að þrátt fyrir takmarkanir vegna smæðar verðbréfamarkaðarins hér á landi, sé unnt að nota svokallað PIN-líkan sem hluta af eftirlitskerfi Fjármálaeftirlitsins með verðbréfamarkaðnum.

Líkanið gæti þannig sem dæmi nýst til að hringja viðvörunarbjöllum og gefið þar með tilefni til frekari athugunar á viðskiptum sem gætu tengst innhverjasvikum, ef að líkum lætur.

Verkefnið felur því í sér, að mati dómnefndarinnar, bæði fræðilegt framlag sem og skýrt hagnýtt notagildi fyrir samfélagið í heild sinni.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta