Hannes Karlsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor og ráðstefnustjóri og Jon Altuna, vararektor Mondragón háskólans á Spáni.

Hannes Karlsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor og ráðstefnustjóri og Jon Altuna, vararektor Mondragón háskólans á Spáni.

3. nóvember 2022

Samvinnusamstarf stendur styrkum fótum

Samband íslenskra samvinnufélaga fagnaði 120 ára afmæli með glæsilegri ráðstefnu sem fram fór nýlega á Bifröst.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar var Jon Altuna, vararektor Mondragón háskólans á Spáni, sem fjallaði m.a. um samvinnufélagsformið fyrir menntastofnanir á háskólastigi, en Mondragón háskólinn er samvinnufélag.

Þá vakti erindi Kára Joenssen, lektors við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst einnig verðskuldaða athygli, en Kári sagði frá frá rannsóknum sínum á samvinnusamstarfi hér á landi. Veruleg tækifæri eru í atvinnuuppbyggingu á þeim vettvangi að mati Kára, s.s. í ferðaþjónustu, menningartengdri starfsemi og „Gigg“ hagkerfinu (e. gig economy).

Nálgast má upptöku af ráðstefnunni hér, en að þessari áhugaverðu ráðstefnu lokinni er óhætt er að fullyrða að samvinnufélagsformið standi styrkum fótum, nú í upphafi 21. aldarinnar með mörg áhugaverð sóknarfæri til framtíðar.

Ráðstefnan var haldin í minningu Jóns Sigurðssonar (1946-2021), fyrrverandi rektors, viðskipta- og iðnaðarráðherra og seðlabankastjóra. Jónas Guðmundsson, fyrrum rektor Samvinnuskólans á Bifröst og Arnar Þór Sævarsson, lögfræðingur, minntust Jóns, hvor með sínu móti.

Ráðstefnustjóri var Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst.

Dagskrá ráðstefnunnar 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta