Samtal um skapandi greinar: smábæjar-raðfrumkvöðull 22. október 2021

Samtal um skapandi greinar: smábæjar-raðfrumkvöðull

Farið yfir sögu Frystiklefans á Rifi, samfélagslega ábyrgð listamannsins og leiðir til þess að láta hugmyndir verða að veruleika. 

Kári Viðarsson leikari og leikskáld útskrifaðist sem leikari frá Rose Bruford College í London árið 2010. Þegar heim var komið leigði hann gamlan frystiklefa á Rifi heimabæ sínum og setti upp sýningu byggða á Bárðar sögu Snæfellsáss sem nefndist Hetja.

Verkið var sýnt 100 sinnum, sem sannfærði Kára um að það væri rekstrargrundvöllur fyrir leikhúsi og frekari menningarstarfssemi á Rifi. Hann keypti frystiklefann og innréttaði hann sem menningarhús fyrir fjölbreytta starfssemi.

Í dag er þar rekið gistiheimili, leikhús, tónleikastaður og listamannaresidensía auk þess sem Frystiklefinn hýsir stuttmyndahátíðina Northern Wave og fleiri viðburði árið um kring.

Kári Viðarsson verður með gestafyrirlestur í Háskólanum á Bifröst næstkomandi fimmtudag, en viðburðurinn er liður í fyrirlestrarröðinni Samtal um skapandi greinar. Mun Kári segja frá því hvernig starfssemi Frystiklefans hefur vaxið og dafnað og um leið vakið athygli á Rifi og Hellissandi.   

Einnig fjallar hann um feril sinn sem listamann og hvernig starfs listamannsins og frumkvöðulsins getur haldist hönd í hönd. Þá tæpir hann á nýjum hugmyndum sem eru í deiglunni hjá honum.

Fyrirlestur Kára fer fram í opnu streymi á facebook-síðu háskólans kl. 13:00 - 13:45. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta