Samtal um skapandi greinar 20. janúar 2023

Samtal um skapandi greinar

Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, mikilvirkur leikjaframleiðandi á alþjóðavettvangi og áhættufjárfestir, flytur í dag í Hriflu og í opnu streymi fyrirlesturinn Út og heim aftur. Sigurlína er fyrsti fyrirlesari ársins í samtali um skapandi greinar og fjallar fyrirlestur hennar, sem nefnist Út og heim aftur, um feril hennar sem leikjaframleiðanda og mikilvægi fjölbreytileika í teymum.

Sigurlína var mikilvirkur framleiðandi fyrst hjá CCP og síðan bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Hún hefur leitt framleiðslu á leikjum á borð við FIFA og Star Wars. Nýverið söðlaði hún um og ákvað að beita kröftum sínum að fjárfestingum. Hún er eigandi og er einn af stofnendum Behold Ventures sem er sænskt áhættufjárfestingafyrirtæki.

Fyrirlesturinn er liður í að efla samtal um skapandi greinar og skoða þær út frá menningu, samfélagi og hagkerfi. Fyrirlesturinn er opinn öllum í beinu streymi og í Hriflu við Háskólann á Bifröst á meðan húsrúm leyfir.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta