F.v. Thomas O'Reilly, fyrrverandi rektor Pine Manor háskólans og Fulbrightráðgjafi við Háskólann á Bifröst, Katrín Jakobsdóttir, forstætisráðherra, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst og Liza O'Reilly, furrverandi stjórnarformaður menntamáalnefndar Hingham bæjar í Massachussetts í Bandaríkjunum.

F.v. Thomas O'Reilly, fyrrverandi rektor Pine Manor háskólans og Fulbrightráðgjafi við Háskólann á Bifröst, Katrín Jakobsdóttir, forstætisráðherra, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst og Liza O'Reilly, furrverandi stjórnarformaður menntamáalnefndar Hingham bæjar í Massachussetts í Bandaríkjunum.

25. apríl 2023

Samtal um sjálfbært Ísland

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stendur um þessar mundir fyrir opnum samráðsfundum um sjálfbæra þróun hér á landi. Í gær var röðin komin að Borgarnesi og fór samráðsfundurinn fram í Hjálmakletti. 

Að sögn forsætisráðherra er raunhæf stefna forsenda þess að Íslandi nái settu marki í sjálfbærni og því sé mikilvægt að mótun stefnunnar byggi á víðfeðmu samráði um land allt.

Fundirnir eru helgaðir umræðu um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Þá verða einnig tekin til umfjöllunar drög að grænbók um sjálfbært Ísland. Grænbókin, sem unnin er í víðtæku samráði stjórnvalda við sveitarfélög, atvinnulíf, samtök launafólks og fjölda félagasamtaka, er fyrsta skrefið í mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun en hún verður til kynningar og samráðs í Samráðsgátt stjórnarráðsins frá og með mánudeginum næsta.

Fundastjóri var Margrét, rektor Háskólans á Bifröst. Fundurinn var að hennar sögn vel sóttur og áttu góðar og gefandi umræður sér stað á vinnuborðum sem þátttakendur deildu sér niður á.





Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta