Samstarf um akademískt mat 27. nóvember 2014

Samstarf um akademískt mat

Frá og með áramótum mun Háskóli Íslands annast mat á akademískum starfsmönnum Háskólans á Bifröst en það mat byggir á matskerfi opinberra háskóla. Samkomulag þar um var undirritað af Vilhjálmi Egilssyni, rektor Háskólans á Bifröst og Jóni Atla Benediktssyni, aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands. Mat akademískra starfsmanna Háskólans á Bifröst hefur verið byggt á matskerfi opinberra háskóla í nokkur ár en verið í höndum sérskipaðrar nefndar Háskólans á Bifröst. Frá og með áramótum munu dómnefndir Háskóla Íslands annast matið um leið og mat fer fram á akademískum starfsmönnum Háskóla Íslands.

Báðir skólar fagna auknu samstarfi.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta