Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar; Ólafur Arnar Þórðarson og Arndís Vilhjálmsdóttir frá Hagstofu Íslands. Á milli þeirra situr Stefan Wendt, deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst.

Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar; Ólafur Arnar Þórðarson og Arndís Vilhjálmsdóttir frá Hagstofu Íslands. Á milli þeirra situr Stefan Wendt, deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst.

17. mars 2022

Samstarf aukið við Hagstofu Íslands

Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst og Hagstofa Íslands hafa undirritað viljayfirlýsingu um aukið samstarf sín á milli.

Viljayfirlýsingin nær til rannsókna og veitir nemendum í framhaldsnámi við viðskiptadeildina tækifæri til að vinna að verkefnum tengdum námi þeirra í samstarfi við hagstofuna. Segir m.a. í viljayfirlýsingunni að hagur beggja aðila sé að styrkja samstarfið og bæta með því móti tengsl Hagstofu Íslands og fræðasamfélagsins.

Með þessum samstarfssamningi er metnaðarfullum nemendum m.ö.o. gert kleift að vinna að mikilvægum aðferðafræðilegum verkefnum eða rannsóknartengdum verkefnum á íslensku efnahags- og atvinnulífi og þannig auka við þekkingu sína og færni við meðferð gagna og reynslu sína af rannsóknarvinnu.  

Hagur hagstofunnar felst fyrst og fremst í því að auka gagnagæði og bæta afurðir hennar.

Samningur þessi nær eingöngu til verkefnavinnu nemenda í framhaldsnámi við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. Hann nær ekki til nemenda í öðru námi innan viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst, nemenda annarra deilda eða sviða menntastofnar eða nemenda annarra skóla.

Hagstofa Íslands útvegar nemendum tímabundna aðstöðu til að sinna rannsóknarvinnu sinni, aðgang að þeim gögnum sem nauðsynleg eru fyrir verkefnið sem og aðstoð sérfræðinga stofnunarinnar. 

Samkvæmt samningum er hlutverk Hagstofu Íslands að:

  • Móta hugmyndir að verkefnum sem framhaldsnemendur geta unnið fyrir Hagstofuna og nýtist þeim í námi sínu og/eða við gerð lokaritgerðar sinnar við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst.
  • Útvega nemendum vinnuaðstöðu á meðan á verkefnavinnu stendur.
  • Útvega nemendum aðgang að nauðsynlegum gögnum meðan á verkefnavinnu stendur.
  • Veita nemendum aðstoð og leiðbeiningu við verkefnavinnu á meðan á henni stendur.

 Hlutverk viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst er svo að:

  • Annast yfirferð verkefnahugmynda og tryggja að þær samræmist reglum deildarinnar um rannsóknarverkefni framhaldsnema.
  • Velja verkefni úr lista verkefnahugmynda frá Hagstofu Íslands eða koma með nýjar hugmyndir til að framkvæma.
  • Skila inn verkefnalýsingu í samráði við Hagstofu Íslands þar sem nánar er tilgreint fyrirkomulag hvers verkefnis fyrir sig.
  • Koma á tengslum milli Hagstofu Íslands og nemenda sem fengnir hafa verið til að vinna verkefni í samstarfi við Hagstofuna.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta