Samspil skapgerðar og sjálfvirkrar fjármálaráðgjafar
Hvaða augum skyldu einkafjárfestar (e. retail inverstors) líta sjálfvirka fjárfestingaráðgjöf (robo-advisor)? Nýleg grein bendir til þess, að skapgerðareinkenni geti skipt þar nokkru máli, eins og áhættusækni (e. risk willingness) og úthverfa (e. extraversion). Þá reyndist fylgni einnig marktæk við áhættusækni og innri ráðavitund (e. internal locus of control) í margvíðri nálgun (e. multivariate), en þá þannig að þeir sem greindust með minni innri ráðavitund voru líklegri til að nýta sér sjálfvirka fjárfestingaráðgjöf.
Einnig kom í ljós að þeir þátttakendur sem eru líklegri til að nota þessa nýstárlegu leið, fjárfesta hærri fjárhæðum í hlutabréfum og verðbréfum, en þeir sem eru síður líklegir og styður það enn frekar við þá nálgun að fyrrnefndi hópurinn sé reiðubúnari til að taka áhættu.
Greinin birtist í hinu virta ritrýnda fræðariti Journal of Financial Services Research, en höfundar eru þrír; þeir Stefan Wendt, forseti viðskiptafræðideildar Háskólans á Bifröst, Andreas Oehler og Matthias Horn.
Um viðamikla rannsókn er að ræða, sem óhætt er að mæla með, ekki hvað síst við þá sem hafa áhuga á þeirri vaxandi sjálfvirknivæðingu sem á sér stað og framrás fjórðu iðnbyltingarinnar. Markmiðið var að greina áhrif fjölmargra skarpgerðareinkenna á þá ákvörðun ungra fjárfesta hvort notuð yrði sjálfvirk fjárfestinaráðgjöf (e. robo-advisor)
Í sjálfri rannsókninni tók þátt 231 nemi í grunnnámi við meðalstóran háskóla í Þýskalandi og var hver þeirra beðinn um að fjárfesta 1.000 evrum.
Auk þess sem ákvarðanataka varðandi notkun sjálfvirkrar fjárfestingaráðgjafar var rannsökuð, voru skapgerðaráhrif einnig skoðuð á fjárhæðina sem lögð var undir. Á heildina reyndust 53% þeirra reiðbúnir til að nota sjálfvirka fjárfestingaráðgjöf og fjárfesti þessi hópur fyrir að jafnaði 524 evrur af þeim 1.000 sem þátttakendur fengu til ráðstöfunar.
Niðurstöður rannsóknarinnar styðja þá kenningu að minna áhættufælnir einkafjárfestar séu líklegri til að nýta sér þjónustu sjálfvirkrar fjárfestinaráðgjafar. Þá benda niðurstöður jafnframt til þess, að fleiri skapgerðareiginleikar en þeir sem tengjast áhættuvitund komi við sögu í fjárhagslegri ákvarðanatöku hjá einkafjárfestum. Er í því sambandi nefndir eiginleikar á borð við innri ráðavitund, lífsafstöðu (e. life orientation) og tölfræði þekking.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta