Samfélag hlýju, virðingu, jákvæðni og þakklæti
Rætt var við Margréti Jónsdóttur Njarðvík, rektor, Í bítinu á Bylgjunni í morgun um hvernig gengið hafi hjá úkraínska flóttafólkinu á Bifröst. Í viðtalinu kom m.a. fram að Úkraínubúarnir sæki íslenskukennslu fjórum sinnum í viku á Bifröst og að vel hafi gengið hjá þeim að fá vinnu. Þá stendur þeim einnig náms- og starfsráðgjöf einnig til boða.
Að jafnaði eru um 100-130 íbúar frá Úkraínu á Bifröst. Flóttafólkið dvelur þar aðeins tímabundið eða þar til varanlegra húsnæði hefur fundist, s.s. í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði eða Akranesi, svo að dæmi séu tekin. Að mati þeirra sem bjuggu fyrir á Bifröst hefur með flóttafólkinu skapast samfélag sem einkennist af hlýju, virðingu, jákvæðni, þakklæti og auðmýkt fyrir þeim óvenjulegu og erfiðu aðstæðum sem þau eru í.
Hvað varðar samgöngur þá eru í boði daglegar rútuferðir í Borgarnes til viðbótar við áætlunarferðir hjá Strætó, auk þess sem flótafólkið hefur afnot af tveimur bílaleigbílum þegar þess þarf með. Þá sækja 12 grunnskólabörn Varmalandsskóla og eitt barn er komið á leikskólann Hraunborg á Bifröst.
Einnig kemur fram í við talinu við Margréti að nýbúarnir sitji ekki auðum höndum. Listasmiðjur eru haldnar reglulega ásamt prjónakvöldum og tónleikum. Þá er mikill áhugi til staðar að bjóða flóttafólkinu margs afþreyingu og þjónustu auk þess sem það er sjálft með ýmislegt í boði á eigin vegum og styður vel hvert við annað.
Hlusta á viðtal við Margréti Jónsdóttur Njarðvík rektor á Í bítið á Bylgjunni
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta