25. ágúst 2015

Rússneskur starfsnemi að störfum hjá alþjóðasviði

Um þessar mundir er rússneskur starfsnemi að störfum hjá alþjóðasviði Háskólans á Bifröst. Starfsneminn Olga Sevruk er meistaranemi í alþjóðaviðskiptum hjá Academy of Business in Dabrowa Gornicza sem er pólskur samstarfsskóli Háskólans. Olgu líður afar vel hér á Bifröst en hún varð agndofa yfir náttúrufegurð svæðisins og trúir vart sínum eigin augum. Hún hefur þegar sett mark sitt á alþjóðasvið skólans með dugnaði sínum en hún mun dvelja hér til september loka.