1. nóvember 2022

RSV opnar nýjan notendavef

Rannsóknasetur verslunarinnar, RSV, opnar í dag Sarpinn, nýjan notendavef sem verður með öll talnagögn á einum stað.

Markmið RSV er að hafa allar upplýsingar og gögn er varða verslun og þjónustu aðgengilegar á einum stað. Það markmið verður að veruleika í dag þegar rannsóknasetrið opnar Sarpinn. Sarpurinn inniheldur helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Allt aðgengilegt á einfaldan og þægilegan hátt og allt á einum stað. 

Í Sarpinum er: 

Mælaborð verslunarinnar þar sem aðgengilegar eru allar helstu tölfræðiupplýsingar um verslun á einum stað.

Kortaveltusvæði með gögnum RSV um kortaveltu, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum.

Vísitölusvæði með hinum ýmsu vísitölum verslunar og þjónustu. Til að mynda vísitölu smásöluveltu, vísitölu hrávöruverðs og Netverslunarvísi RSV sem gefinn verður út í fyrsta sinn á árinu 2022.

Útgáfusvæði þar sem útgáfur og rannsóknir RSV eru aðgengilegar. 

Samfara tilkomu Sarpsns verða töluverðar breytingar á starfsemi RSV, þar sem aðgangur að gögnum og greiningum verður nú seldur í áskrift. Áskriftarsala er þegar hafin og fer hún fram hér.  

Sjá kynningarmyndband um Sarpinn

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta