10. nóvember 2023

Réttur til athafna í geimnum

Taka þarf til hendinni svo að geimiðnaður geti byggst upp hér á landi með sambærilegum hætti og er að gerast víða um Evrópu. Bjarni Már Magnússon, deildarforseti lagadeildar, fjallaði nýlega í athyglisverðu útvarpsviðtali um geimrétt og þá miklu gerjun sem hefur verið að eiga sér stað á því sviði.

Segja má að geimréttur sé í grófum dráttum safn alþjóðlegra samninga sem spruttu upp úr kalda stríðinu á síðustu öld. Sú vaxandi umræða sem er að eiga sér stað um geiminn tengist m.a. því að gervihnettir og gervigreind tengist sífellt fleiri sviðum mannlífsins.

Í geimiðnaði eru síðan það breiða safn framleiðslu-, þjónustu- og hugbúnaðarfyrirtækja, sem hefur verið að ryðja sér til rúms í kringum hagnýtingu geimsins á undanförnum áratugum, í fyrstu hægt en með ört vaxandi hraða undanfarinn áratug. 

Mikilvæg forsenda þess að unnt sé að sækja fram á þessu sviði er að lagaheimildir og reglugerðir séu aðlagaðar þeim alþjóðareglum sem eru í gildi. Í grófum dráttum má þannig segja að „geimsýslan“ þurfi að vera lagi.

Viðtalið við Bjarna Má var á morgunvakt Rásar 1 og var tekið í tilefni af því að evrópsk reglugerð um geimrétt fór nýlega í opið samráð hér landi. Segja má að hér sé nánast um skylduhlustun að ræða fyrir þá sem áhuga hafa á geimrétti, geimsýslu og geimiðnaði.

Hlekkur á viðtalið, en það hefst á 59. mínútu

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta