
Rektor stödd í París í dag ásamt þúsund öðrum rektorum, í boði Macron
Sagan er að gerast í París, en Frakklandsforseti bauð um þúsund rektorum evrópskra háskóla til Parísar í dag. Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri voru þeirra á meðal.
Emmanuel Macron Forseti Frakklands og Ursula von der Leyen ávörpuðu hópinn í Sorbonne háskólanum í París þar sem skilaboðin voru skýr, Þau vilja bjóða fræðafólki sem telur sér ógnað hvar sem er í heiminum að koma og sinna rannsóknum sínum í Evrópu.
Fræðafólk og vísindamenn í Bandaríkjunum voru í brennidepli í umræðunni, en þau hafa orðið fyrir barðinu á aðgerðum stjórnvalda þar í landi, þar sem vegið er að þeim og rannsóknum þeirra. Á fundinum kom fram að Evrópa hefur ákveðið að veita 500 milljónum evra til að bjóða vísinda- og fræðafólki sem á undir högg að sækja í sínum heimalöndum að flytja sig til Evrópu og stunda rannsóknir sínar þar.
Mikill samhugur sé í fræðasamfélaginu í Evrópu varðandi þessi áform og vill Evrópa með þessu standa vörð um akademískt frelsi.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta