Ráðinn aðstoðarmaður ráðherra 7. febrúar 2024

Ráðinn aðstoðarmaður ráðherra

Bjarki hóf störf við Háskólann á Bifröst veturinn 2022, en í desember það ár lauk hann doktorsprófi í stjórnmálasálfræði frá Háskólanum í Kent á Englandi. Hann var svo skipaður lektor við HB skömmu síðar.

Bjarki lauk meistaranámi sínu í stjórnmálasálfræði einnig við Háskólann í Kent. BS-námi sínu í sálfræði lauk hann við Háskólann í Reykjavík, en stúdentsprófið þreytti hann við Menntaskóla Borgarfjarðar.

Auk kennslu við Háskólann á Bifröst, hefur Bjarki sinnt rannsóknum við Rannsóknasetur byggða- og sveitarstjórnarmála, ásamt Vífli Karlssyni, prófessor og forstöðumanni setursins. Þá hafa rannsóknir Bjarka á svonefndri INCEL hreyfingu ekki síður vakið athygli.

Sjá tilkynningu á vef stjórnarráðsins um ráðningu Bjarka