Ráðherra vísinda, iðnaðar og nýsköpunar ávarpar 20 ára afmælismálþing á Bifröst
Það er Háskólanum á Bifröst sönn ánægja að tilkynna, að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur þekkst boð háskólans um að ávarpa 20 ára afmælismálþing lagadeildar.
Streymt verður beint frá málþinginu.
Afmælismálþingið er tileinkað minningu Ólafar Nordal (f. 1966, d. 2017), eins helsta brautryðjanda lagadeildar við Háskólann á Bifröst. Frummælendur eru Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar.
Yfirskrift málþingsins er Lagnám 20 árum síðar. Aðalfrummælandi er Kristrún Heimisdóttir, lektor við lagadeild Háskólans á Bifröst, og mun hún fjalla um þróun laganáms á Íslandi þau 20 ár sem liðin eru frá því að lagakennsla var tekinn upp á Bifröst, fyrsta háskólanum hér á landi utan Háskóla Íslands.
Afmælismálþinginu lykur síðan á pallborðsumræðum með völdum aðilum í hverju rúmi.
Málþingið fer fram í Hriflu og hefst kl. 14:00 þann 3. desember nk. Skráning stendur frá kl. 13:30 og verður samhliða boðið upp á kaffihressingu í anddyri hússins. Málþingsstjóri er Elín H. Jónsdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Pallborðsumræðum stýrir Unnar Steinn Bjarndal Björnsson, lektor við Bifröst.
Þeir sem hafa skráð sig eru vinsamlegst minntir á að framvísa þarf við komuna niðurstöðum úr gildu COVID19 hraðprófi eða sambærilegri staðfestingu skv. sóttvarnareglum. Hraðpróf fellur úr gildi 48 klst. eftir sýnatöku.
Málþingið er fullsetið og hefur verið lokað fyrir skráningu.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta