Ráðgjafanefnd í heimsókn á Bifröst
Skipuð hefur verið ráðgjafanefnd Háskólans á Bifröst. Hlutverk hennar er að vera ráðgefandi fyrir stjórnendur skólans og auka tengsl skólans við atvinnulífið.
Þann 10. júní var ráðgjafanefndinni boðið á fund með nokkrum starfsmönnum skólans. Markmiðið með fundinum var að koma á kynnum og samtali milli ráðgjafanefndarinnar og skólans. Fundurinn hófst í Hriflu, hátíðarsal skólans, með óformlegu spjalli og kynningum. Að því loknu sagði Margrét Jónsdóttir Njarðvík frá starfsemi skólans og því helsta sem hefur áorkast síðustu mánuði. Loks var sest að borðum og snæddur kvöldverður í Kringlunni, veitingasalnum í elsta hluta skólans.
Ráðgjafanefndina skipa Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, Ásta Bjarnadóttir, skrifstofustjóri á mannauðssviði Reykjavíkurborgar, Eygló Harðardóttir fv. ráðherra, Jón Ormur Halldórsson, stjórnmálafræðingur, Tania Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech og Þórður Freyr Sigurðsson, sviðsstjóri þróunarsviðs Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta