Örugg framkoma við öll tækifæri 21. ágúst 2023

Örugg framkoma við öll tækifæri

Ný bók, sem miðlar góðum ráðum og aðferðum í samskiptum, eftir Sigríði Arnardóttur (Sirrý) er komin út. 

Bókin nefnist Betri tjáning - örugg framkoma við öll tækifæri og er gefin út af Bjarti & Veröld.

Um afar aðgengilega bók er að ræða sem opnar lesandanum sannkallaða verkfærakistu fyrir aukið öryggi í samskiptum við allar mögulegar aðstæður.

Sirrý byggir hér að hluta til á metsölubók sinni Örugg tjáning sem kom út árið 2013 og bætir við nýjum köflum og fjölmörgum, skemmtilegum og hagnýtum ráðum og reynslusögum.

Í tilefni af útgáfu bókarinnar birtist í sunnudagsblað Morgunblaðsins bráðskemmtilegt viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Sirrý.

Þar lýsir Sirrý því hvernig henni hafi tekist að rækta með sér innra öryggi, sem hafi svo aftur veitt henni aukið sjálfstraust í mannlegum samskiptum.

„Ég veit að það mun aldrei öllum líka við mig og það sem ég segi fellur aldrei öllum í geð. Ég hef samt, eins og allir aðrir, rétt á að tjá mig.“

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta