7. október 2025

Opnað verður fyrir umsóknir á vorönn

Háskólinn á Bifröst opnar fyrir umsóknir í nám á vorönn þann 1. nóvember, umsóknarfrestur er til og með 7. desember. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja hefja háskólanám eftir áramót og nýta kraftinn sem fylgir nýju ári til að taka næsta skref í námi og starfi. 

Að þessu sinni eru laus pláss í fjölbreyttu námi innan lagadeildar og félagsvísindadeildar, þar sem boðið er upp á fjölbreytt grunn- og framhaldsnám sem nýtist bæði í atvinnulífinu og til áframhaldandi náms. Nám í skapandi greinum er fullsetið, en þess má geta að áhugavert 12 ECTS eininga örnám í tónlistarviðskiptum hefst í upphafi árs.

Í viðskiptafræðideild verður tekið á móti nýjum nemendum í grunnnámið stjórnun í verslun og þjónustu, sem hefur notið vaxandi vinsælda og veitir nemendum traustan grunn til stjórnunarstarfa í ört breytilegu atvinnuumhverfi.

Allt nám við Háskólann á Bifröst fer fram í fjarnámi sem veitir nemendum sveigjanleika til að samræma nám, vinnu og fjölskyldulíf. Með áherslu á virka þátttöku, raunhæf verkefni og náið tengslanet við atvinnulífið skapa nemendur sér áhrifarík tækifæri til að byggja upp framtíð sína.

Nýttu tækifærið og tryggðu þér sæti!