Opið fyrir umsóknir um diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun 8. janúar 2021

Opið fyrir umsóknir um diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun

Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun er starfstengt háskólanám fyrir verslunarstjóra og fólk sem hefur víðtæka reynslu af verslunarstörfum. Um er að ræða tveggja ára nám með vinnu og liggur styrkur námsins meðal annars í virku samstarfi við atvinnulífið og samstarfi um þróun þess og kennslu milli tveggja háskóla, Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík.

Námið er 60 ECTS-einingar og byggir annars vegar á áföngum sem kenndir til BS-gráðu í viðskiptafræði við báða háskólana og hins vegar er um sérstaka áfanga að ræða sem hafa verið þróaðir með þarfir verslunarinnar í huga og með þátttöku lykilfyrirtækja í greininni. Námið er metið til eininga í áframhaldandi námi í viðskiptafræði til BS gráðu, bæði við Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík.

Almenn inntökuskilyrði í námið eru stúdentspróf eða sambærilegt nám. Reynsla af verslunarstjórnun eða víðtæk starfsreynsla á sviði verslunar er skilyrði.

Nánari upplýsingar um námið má finna hér á vefsíðu skólans og í kennsluskrá.

Hægt er að skrá sig í diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun fram til 22. janúar.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta