Stólar í settinu mátuðust vel í kynningunni á Stúdíó Bifröst, nýja upptökuveri háskólans sem staðsett er í Helvíti.

Stólar í settinu mátuðust vel í kynningunni á Stúdíó Bifröst, nýja upptökuveri háskólans sem staðsett er í Helvíti.

19. janúar 2023

Nýtt upptökuver tekið í notkun

Upptökuverið er staðsett í Helvíti, á jarðhæð gömlu vistarinnar og mun bæta til muna alla aðstöðu á Bifröst til framleiðslu á fyrirlestrum, hlaðvörpum og öðru stafrænu efni. 

Upptökuverið mun koma breiðum hópi kennara og nemenda að góðum notum, en leitast hefur verið við að gera það einfalt og aðgengilegt í notkun. Er það von okkar að aðstaðan hugnist framtíðarnotendum vel og laði að sér kennara og nemendahópa til framleiðslu á framúrskarandi stafrænu efni. 

Með þessu er ævintýrið jafnframt bara rétt að byrja. Áhersla verður að sjálfsögðu áfram lögð á það hjá Háskólanum á Bifröst að byggja upp og bæta enn frekar aðstöðu til stafrænnar efnisvinnslu.

Upptökuverið var tekið formlega í notkun á staðlotu grunnnema, sem stendur yfir á Bifröst dagana 19. til 21. janúar.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta