Nýtt tölfræðihefti Háskólans á Bifröst komið út 23. janúar 2020

Nýtt tölfræðihefti Háskólans á Bifröst komið út

Nú í vetur gaf kennslusvið út tölfræðihefti fyrir árin 2015-2019, Guðrún Björk Friðriksdóttir fór fyrir þeirri vinnu og sá um hönnun og uppsetningu. Í þessu hefti hafa verið teknar saman ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um starfsemi skólans undanfarin ár og er miðað við síðastliðin fimm ár í lang flestum tilfellum. Notuð er myndræn framsetning ásamt töflum sem auðveldar yfirsýn yfir þróun og breytingar í nemendahópnum. Einnig eru birtar tölur í heftinu um kennslumat, starfsfólk, rannsóknir og fjármál.

Tölfræðilegar upplýsingar eru mikilvægur grunnur til að styðjast við í stefnumótun og hafa til hliðsjónar þegar lagt er mat á hvert skuli stefna. Töluverðar umbætur hafa verið í söfnun, greiningu og birtingu tölfræðilegra gagna í Háskólanum á Bifröst á undanförnum árum sem meðal annars hafa skilað sér í bættum vinnubrögðum í skipulagningu og umbótum í skólastarfinu. Síðastliðin fjögur ár höfum við unnið að því sérstaklega að bæta birtingu á tölfræðilegum gögnum um skólann og nú má t.d. finna tölur um nemendafjölda fyrir einstakar annir á heimasíðu skólans frá hausti 2015 með myndrænum hætti.

Smellið hér til að skoða heftið í heild sinni, einnig eru hér að neðan dæmi um tölfræðiupplýsingar sem koma fram í heftinu.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta