Meirihluti þátttakenda í opnunarráðstefnu CONNOR með Eirík Bergmann í forgrunni.
28. maí 2024Nýtt norrænt samstarfsnet
CONNOR, norrænt samstarfsnet um rannsóknir á samsæriskenningum, var nýlega sett á stofn í háskólanum í Lundi. Af hálfu Háskólans á Bifröst kom Eiríkur Bergmann, prófessor við félagsvísindadeild, að stofnundirbúningnum.
Samstarfsnetið heitir fullum fetum Nordic Network of Conspiracy Theories Research og spratt tilurð þess fram af stóru evrópsku COST-verkefni sem komst á laggirnar í vetur sem leið og byggir m.a. á rannsóknum Eiríks.
Opnunarráðstefna CONNOR fór fram, eins og áður segir, í háskólanum í Lundi í Svíðþjóð síðustu viku við góðar undirtektir, en alls komu þar saman um 50 fræðimenn frá Norðurlöndum og víðar.
„Manni finnst hálf óraunverulegt að samstarfsnetið sé loksins orðið að veruleika, en undirbúningur hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma,“ segir Eiríkur, sem kynnti á ráðstefnunni helstu rannsóknir sínar á vopnvæðingu samsæriskenninga.
Þess má svo geta að ásamt Eiríki á Hulda Þórsdóttir, HÍ, sæti í stjórn Íslandsdeildar CONNOR. Fyrsta árlega ráðstefna netsins fer svo fram í Kaupmannahöfn að ári.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta