11. janúar 2021
Nýtt andlit í móttöku Háskólans á Bifröst
Elín Davíðsdóttir hefur verið ráðin móttökustjóri í Háskólanum á Bifröst. Andlit Elínar er samt ekki alveg nýtt á Bifröst því hún starfaði við innheimtu í skólanum á árunum 2012 til 2017. Síðustu ár hefur hún unnið við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri en þar var hún í ýmsum störfum, svo sem bókhaldi, á bókasafni og verkefnastjóri Hestamiðstöðvar. Jafnframt því hefur hún stundað nám í hestafræði á Hvanneyri.
Elín er Borgfirðingur í húð og hár og býr á Ytri-Skeljabrekku.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta