Nýsköpun í vestri 20. september 2023

Nýsköpun í vestri

Nýsköpun í vestri er frumkvöðla- og fyrirtækjamót sem haldið verður í Hjálmakletti í Borgarnesi þann 29. september nk. 

Nýsköpun í vestri er ætlað að vera stefnumót nýrra og reyndra frumkvöðla og rótgróinna fyrirtækja, auk allra þeirra sem hafa áhuga á nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Er mótinu ætlað að efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu.

Á frumkvöðla- og nýsköpunarmótinu verður í boði blanda af fræðslu, vinnustofum, reynslusögum og tengslamyndun.

Einnig verður atvinnu- og nýsköpunarstyrkjum úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og gefst þátttakendum þannig tækifæri til að spjalla við styrkhafa. Nýsköpunarrýmið Kvikan verður jafnframt heimsótt. 

Þessu fyrsta frumkvöðla- og fyrirtækjamóti Gleipnis endar svo með léttum veitingum og stefnumóti.

Öll eru velkomin á mótið sér að kostanðarlausu, en nauðsynlegt er þó að skrá sig svo áætla megi veitingar og draga úr matarsóun.

Nánari upplýsingar um mótið má einnig finna á Facebook.

Frumkvöðla- og fyrirtækjamót á Vesturlandi.
Föstudaginn 29. september kl. 10-18 í Hjálmakletti í Borgarnesi.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta