1. desember 2020
Nýr þjónustustjóri upplýsingatækni á Bifröst
Auðbjörg Jakobsdóttir hefur verið ráðin þjónustustjóri upplýsingatækni við Háskólann á Bifröst. Hún útskrifaðist með BSc í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og MSc í tungutækni frá Macquarie University árið 2010. Auðbjörg hefur undanfarin tíu ár starfað fyrir Friðargæslulið Sameinuðu Þjóðanna, meðal annars í Kenya, Úganda og Kongó og stýrði til dæmis upplýsingatæknideild stofnunarinnar sem vann gegn heftingu Ebólu-faraldursins í Kongó.
Meðal verkefna þjónustustjóra upplýsingatækni er umsjón með kennslukerfum og innra neti skólans.
Auðbjörg hefur hafið störf.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta