Nýr bókakafli eftir Magnús Árna Skjöld Magnússon um samstarf sveitarfélaga á Íslandi
6. október 2025

Nýr bókakafli eftir Magnús Árna Skjöld Magnússon um samstarf sveitarfélaga á Íslandi

Magnús Árni Skjöld Magnússon, prófessor og Jean Monnet Chair við Háskólann á Bifröst, á nýjan kafla í bókinni Horizontal Intergovernmental Coordination at Local and Regional Levels, sem Palgrave Macmillan gaf út í október 2025.

Kaflinn ber titilinn “Iceland: Voluntary Coordination Among Municipalities — The Role of Amalgamations and Local Government Associations” og fjallar um hvernig íslensk sveitarfélög vinna saman með valfrjálsum hætti, hlutverk landshlutasamtaka og þróun sameininga á undanförnum árum.

Í kaflanum er greint frá því hvernig samvinna milli sveitarfélaga getur aukið skilvirkni og þjónustugetu, jafnframt því sem hún varpar ljósi á áskoranir sem tengjast lýðfræðilegri þróun, dreifðri byggð og stjórnsýslulegu jafnvægi milli ríkis og sveitarstjórna.

Kaflinn er gefinn út í opnum aðgangi og aðgengilegur á vef Springer.