30. september 2022
Nýjung hjá Nemendafélagi Háskólans á Bifröst
Nemendafélag Háskólans á Bifröst kynnir nýtt afsláttarkort fyrir nemendur. Afsláttarkortið er í gegnum AUR appið og því einungis rafrænt.
Einfalt er að virkja og kortið og er notkun þess nemendum að kostnaðarlausu. Það eina sem gera þarf er að senda tölvupóst á nemendafelag@bifrost.is með upplýsingar um fullt nafni, kennitölu og símanúmeri. Aur appið er síðan sótt í símann og um leið og nýja kortið er tilbúið birtist það í appinu.
Allir veittir afslættir eru sýnilegir í appinu og er að sögn Emblu Lífar Hallsdóttur, formanns nemendafélagsins, nú unnið að því að bæta við afsláttum. Fylgjast má með nýjum afsláttum á samfélagsmiðlum félagsins á Facebook og Instagram.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta