16. ágúst 2023

Nýir nemendur boðnir velkomnir

Nýir nemendur verða boðnir velkomnir í Háskólann á Bifröst, föstudaginn 18. ágúst nk. Nýnemadagurinn verður að þessu sinni haldinn í Sykursal Grósku í Reykjavík.

Þá verður einnig hægt að taka þátt í nýnemadeginum á Teams, fyrir þá sem komast ekki á staðinn.

Dagskráin hefst kl. 17:00 með ávarpi rektors, Margrétar Jónsdóttur Njarðvík.

Að ávarpi rektors loknu, kynna deildarforsetar og forstöðukona háskólagáttar háskóladeildirnar. Þau eru dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti félagsvísindadeildar, dr. Bjarni Már Magnússon, deildarforseti lagadeildar, dr. Stefan Wendt, deildarforseti viðskiptadeildar og Anna Jóna Kristjánsdóttir, forstöðukona háskólagáttar.

Því næst kynnir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustýra, þjónustu kennslusviðs, Heiða Vigdís Sigfúsdóttir, alþjóðafulltrúi segir frá starfsemi alþjóðsviðs og Bernharður Guðmundsson, starfsmaður upplýsingatæknisviðs, kynnir þjónustu sviðsins. 

Þá segir Þórný Hlynsdóttir, forstöðukona bókasafns, frá starfsemi bókasafns Háskólans á Bifröst og Nemendafélag Háskólans á Bifröst kynnir starfsemi sína.

Dagskránni lýkur um hálf sjö leytið með léttum veitingum og stuttri skemmtun í boði nemendafélagsins og Háskólans á Bifröst.

Sækja dagskrá nýnemadagsins (pdf)

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta