Horft yfir byggðina á Hvanneyri.
15. apríl 2024Ný starfsstöð á Hvanneyri
Háskólinn á Bifröst opnar að loknu sumarleyfi nýja starfsstöð á Hvanneyri. Samhliða því verður starfsstöðinni lokað sem hefur verið rekin tímabundið á Bifröst eða allt frá því að aðalbyggingu skólans var lokað með skömmum fyrirvara sökum lélegra loftgæða.
Nýja starfsstöðin verður í skrifstofurými sem hefur verið tekið að leigu á Hvanneyrargötu 3, alls 116 fermetrar sem skiptast niður á fimm rými. Innifalin er hlutdeild í sameign, þ.m.t. aðgangur að kaffistofu, fundarherbergi og bílastæðum við húsið.
Leigusamningurinn tekur gildi 1. ágúst nk. er til þriggja ára.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta