1. nóvember 2023

Ný skýrsla frá RBS

Viðhorf Íslendinga til fjarvinnu, vörumerkja, náttúruperla og sögustaða á Vesturlandi eru viðfangsefni nýrrar skýrslu sem Rannsóknarsetur í byggða- og sveitarstjórnarmálum, RBS, hefur tekið saman fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, SSV.

Skýrslan er unnin upp úr gögnum sem safnað var til hliðar við Ímyndarkönnun Vesturlands 2023, þar sem ímynd Vesturlands í hugum íbúa annarra landshluta var könnuð. Voru báðar kannanir jafnframt unnar fyrir SSV.

Skýrslan er um margt áhugaverð, enda þótt hún sé ekki mikil að umfangi, en henni er fyrst og fremst ætlað að veita yfirlit yfir stöðu þeirra þátta sem spurt var um í hugum fólks, þ.e. vörumerkja, náttúruperla og sögustaða á Vesturlandi og fjarvinnu á Vesturlandi).

Standa vonir til þess að sveitarfélög, ferðaþjónusta og aðrir sem hafa með atvinnuþróun á Vesturlandi að gera geti nýtt þessar upplýsingarnar við greiningu á tækifærum og áskorunum á sínu svæði hver.

Þess má svo geta að niðurstöður eru um margt áhugaverðar, en á meðal þess sem þær leiddu í ljós var að Háskólinn á Bifröst er þekktasta vörumerki Vesturlands. Í öðru og þriðja sæti komu Landbúnaðarháskóli Íslands og Dalaostar/MS.

Þá reyndist Borgarfjörður dreifbýli vera í fyrsta sæti fyrir fjarvinnu, þ.e. hvar þátttakendur vildu helst búa ef þeir ynnu eingöngu fjarvinnu. Fast á eftir í öðru sæti var þéttbýli í Borgarfirði.

Sjá skýrsluna

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta