Ný rannsókn í samstarfi við Listaháskóla Íslands
Byggjum brýr með samstarfi: MetamorPhonics sem nálgun á samfélagstengdu tónlistarverkefni, nefnist stórt rannsóknaverkefni sem Háskólinn á Bifröst vinnur nú að í samstarfi við Listaháskóla Íslands.
Rannsóknina leiðir Þorbjörg Daphne Hall, prófessor í tónlistardeild LHÍ, en verkefnið hlaut nú nýverið 63 m.kr. verkefnastyrk úr Rannsóknasjóði Vísinda- og tæknisjóðs. Meðumsækjandi að verkefninu er Anna Hildur Hildibrandsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst og fagstjóri skapandi greina. Þá situr Njörður Sigurjónsson, prófessor og fagstjóri í menningarstjórnun, jafnframt í ráðgjafaráði verkefnisins.
Í útdrætti umsóknar er verkefninu lýst svo:
Í rannsóknarhópnum eru, auk Þorbjargar og Önnu Hildar, Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths, tónlistarkona, kennari við Guildhall School og stjórnandi MetamorPhonics, Lee Higgins prófessor við York St John University og stjórnandi International Centre for Community Music og Jo Gibson, rannsakandi við York St John University. Verkefnið fer fram á Íslandi og í Bretlandi. Rannsóknarafrakstri verður miðlað í gegnum fræðigreinar, heimasíðu á íslensku og ensku, heimildarmynd og röð vinnustofa, tónleika og fyrirlestra.
Á samsettu myndinni sem fylgir fréttinni eru f.v. Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths, Þorbjörg Daphne Hall og Anna Hildur Hildibrandsdóttir.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta