Námsmat lagað að kröfum í sóttvörnum
Vegna Covid19 aðstæðna í samfélaginu hefur verið ákveðið, að skrifleg lokapróf við Háskólann á Bifröst verði tekin í heimaprófi. Á það við um nám á öllum skólastigum; grunnnám, meistaranám og nám í háskólagátt.
Framkvæmd munnlegra lokaprófa hefur einnig verið löguð að sóttvörnum og fara þau eingöngu fram á Teams.
Þá hefur próftafla vorannar lotu 1 verið birt á Uglu. Til þess að nálgast þína próftöflu smellir þú á Uglan mín og undir Námskeiðin mín er valmöguleikinn Próftaflan mín.
Dag- og tímasetningar próftöflu halda sér og verður próftími áfram sá sami og þar kemur fram.
Kennarar hafa heimild til þess að færa lokapróf yfir í lokaverkefni og munu þá tilkynna nemendum námskeiðsins það ef þeir ákveða að breyta fyrirkomulagi námsmatsins.
Námsmat fer fram í háskólagátt, grunnnámi og meistaranámi vikuna 14. til 18. febrúar nk.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta