Námið sem leiddi til kaupa á sjónvarpsstöð
Hjónin Jóhanna Ásdís Baldursdóttir og Örlygur Hnefill Örlygsson vöktu athygli á dögunum þegar þau keyptu allan tækjabúnað af N4 sjónvarpsstöðinni. Þau hafa núna stofnað fyrirtækið Film Húsavík (www.filmhusavik.com) og hyggjast á margvíslega efnisgerð.
Hugmyndin að fyrirtækinu varð til í lokaverkefni sem Jóhanna gerði diplómanámi við Háskólann á Bifröst. „Hún fékk svo hugmyndina að þessum auglýsingum og við buðum fagstjóranum okkar Önnu Hildi Hildibrandsdóttur að gera þær sem tók strax vel í það,“ segir Örlygur sem bauðst strax til að framleiða auglýsingarnar með henni. Auglýsingarnar eru liður í „Lærðu heima“ herferð Háskólans á Bifröst þar sem kostir fjarnáms eru kynntir. Námið hentar fólki hvar sem það býr á landinu og fyrirkomulagið er sveigjanlegt þannig að nemendur hafa aðgang að námsnefninu hvenær sem er sólarhringsins.
„Við vorum á krossgötum í fyrra og námslýsingin á diplómanáminu í Skapandi greinum við Háskólann á Bifröst talaði beint til okkar,“ segir Jóhanna sem mælir með því að hjón fari í nám saman. „Við vorum búin að vinna saman í 15 ár í ferðaþjónustu og aðrar hugmyndir höfðu dáldið setið á hakanum. Ég hélt að við myndum hugsanlega fara að vinna að ólíkum hugðarefnum en það kom okkur skemmtilega á óvart hvað við urðum samtaka um að vinna að sameiginlegum ástríðuverkefnum.“ Jóhanna ákvað að búa til vefsíðu fyrir fyrirtækið í lokaverkefnisáfanga í diplómanámin og fékk styrk úr Uppbyggingarsjóði til þess. Örlygur bætir við að það sé ekki spurning í hans hug að þau hafi öðlast kjarkinn til að kaupa sjónvarsstöð og setja á stofn Film Húsavík út af verkfærunum sem þau tileinkuðu sér í náminu á Bifröst. Jóhanna aflaði frekari styrkja til að kortleggja svæðið í kringum Húsavík með kvikmyndatökum. „Hvatningin sem við fengum til að hugsa um hlutverk okkar í lífinu og átta okkur á hvað við vildum fá út úr náminu gerði gæfumuninn. Þetta var mjög einstklingsmiðað nám en á sama tíma eignuðumst við sterkt tengslnet af frábæru fólki sem voru samnemendur okkar og það samfélag mun fylgja okkur inn í ný ævintýri.“
Örlygur og Jóhanna eru að ljúka diplómanámi í skapandi greinum og segja að háskólanámið hafi að miklu leyti farið fram við eldhúsborðið hjá þeim. Staðloturnar hafi hins vegar skipt miklu máli í að rækta tengslin við nemendur og kennarra. Hjónin segja að Háskólinn á Bifröst verði heima hjá þeim áfram og hyggjast leggja stund á BA nám síðar.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta