Ör-lagaskýringu á misskilningnum um fullveldið má nálgast neðst í fréttinni

Ör-lagaskýringu á misskilningnum um fullveldið má nálgast neðst í fréttinni

1. desember 2022

Misskilningurinn um fullveldið

Ör-lagaskýringar er ný þáttaröð sem sem lagadeild Háskólans á Bifröst gefur út. Hugmyndin sem býr að baki þessum ör-lagaþáttum er sú, að fjalla um lagaleg álitaefni úr samtímanum í stuttum og fræðandi myndböndum.

Í þessu fyrsta myndbandi ríður dr. Bjarni Már Magnússon, prófessor og fagstjóri við lagadeildina, á vaðið með áhugaverða örskýringu á fullveldi Íslands og hvernig ákveðinn misskilningur á því góða hugtaki hefur orðið til þess, að verulegar deilur hafa blossað upp á undanförnum áratugum um aðild Íslands að alþjóðlegum samningnum.

Enda þótt hér sé, að mörgu leyti um flókið lögfræðilegt álitaefni að ræða, tekst Bjarna að varpa ljósi á málið með einstaklega skýrum og aðgengilegum hætti.

Og mikið rétt. Samvinnuskólinn, forveri Háskólans á Bifröst, varð einnig til í desember 1918, aðeins nokkrum dögum eftir fullveldislýsinguna, eins og Bjarni nefnir reyndar einnig í ör-lagaskýringunni. 

Sjá ör-lagaskýringu á fullveldis misskilningnum

Fyrir þá sem vilja fræðast nánar um fullveldið má jafnframt benda á þessa grein á Vísindavefnum sem Bjarni er meðhöfundur að.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta