16. maí 2023

Mikilvægi leiðtogafundarins

Leiðtogafundur Evrópuráðsins gefur Íslandi færi á að fá viðurkennt hlutverk sem þungavigtar vettvangur alþjóðlegra ákvarðana, að sögn Eiríks Bergmanns, prófessors.

Leiðtogafundur Evrópuráðsins, sem fer nú fram í Reykjavík, er stór viðburður í sögu íslenskra utanríkismála. Mikilvægi fundarins í alþjóðlegu samhengi ræðst, að sögn Eiríks af því, hvort samstaða náist á meðal Evrópuleiðtoganna um skaðabótarétt Úkraínu á hendur Rússlandi í svonefndri Reykjavíkur-yfirlýsingu.

Eiríkur hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarna daga sem álitsgjafi vegna leiðtogarfundarins, þar á meðal í Samfélaginu í nærmynd á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, en segja má að þar hafi Eiríkur fengið nægt svigrúm til að bregða upp nokkuð heildstæðri mynd af stöðu mála.

Þar kemur m.a. fram að enda þótt hlutverk Íslands einskorðist að forminu til við gestgjafarhlutverkið, sem hafi fallið okkur í skaut vegna þess að Ísland gegni sem stendur formennsku í Evrópuráðinu, þá geti fundurinn haft mótandi áhrif fyrir framtíðarhlutverk Íslands á alþjóðavettvangi.

Jafnframt bendir Eiríkur á að mikilvægt sé að hafa hugfast í þessu sambandi, að Evrópuráðið sé breiður umræðu- og samráðsvettvangur margra og ólíkra Evrópuríkja. Í framhaldi af síðari heimstyrjöldinni hafi samstaða ekki náðst um að ráðið gæti tekið bindandi ákvarðanir og þar með hafi brautin óbeint verið rudd fyrir myndun Evrópusambandsins sem hins pólitíska vettvang Evrópuríkja.

Samstaða um Reykjavíkur-yfirlýsinguna myndi þannig fela í sér sterk pólitísk skilaboð, sem gæti um leið gefið Íslandi e.k. þungavigtar stöðu á alþjóðlegum vettvangi sem heppilegur vettvangur fyrir úrlausn viðkvæmra og jafnframt mikilvægra pólitískra úrlausnarefna.

Hlusta á vitalið við Eirík í heild sinni í Samfélaginu í nærmynd (02:40)

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta