1. nóvember 2023

Metþátttaka í Þjóðarspegli

Ráðstefna Þjóðarspegilsins verður opnuð formlega síðdegis á morgun, fimmtudag, í hátíðarsal í aðalbyggingu Háskóla Íslands, með opnunarerindum. Ráðstefnunni verður svo framhaldið á föstudag, með miklum fjölda fyrirlestra sem dreifast um allt háskólasvæði HÍ. 

Ráðstefna Þjóðarspegilsins hefur verið haldin frá því árið 1994. Frá upphafi hefur verið lögð mikil áhersla á að hún sé ekki aðeins vettvangur fyrir fræðafólk til að ræða rannsóknir hvert við annað heldur einnig vettvangur fyrir virkt samtal félagsvísindanna við samfélagið utan veggja háskólanna 

Viðfangsefnin eru þannig fjölmörg eða allt frá stjórnskipulagi og lögum til menningar, upplýsinga og fötlunar svo örfá dæmi séu tekin.  Flestar eiga þessar rannsóknir beint og ekki síður brýnt erindi við íslenskt samfélag.  

Á meðal þeirra fjölbreyttu viðfangsefna sem Háskólinn á Bifröst tengist má nefna sem dæmi eftirtaldar málstofur: Áfallastjórunun vegna hamfara, Fjölmiðar í brennidepli, Ótrygg störf í borg og sveit, Lýðræði og réttafar og Mannauðsstjórnun: líðan, kulnun og tíðahvörf.

Þá hafa aldrei fleiri tekið þátt í Þjóðarspegilinum frá Háskólanum á Bifröst en nú, en alls flytja 11 kennarar og rannsakendur við háskólann fyrirlestra í 10 málstofum.  

Dagskrá Þjóðaspegilsins 2023 í heild sinni 

Athugaðu - með því að skrifa "Bifröst" í leitarglugga sýnir leitarvélin allar málstofur sem tengjast HB.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta