Metfjöldi nemenda við Háskólann á Bifröst
Aldrei hafa fleiri nemendur stundað nám við Háskólann á Bifröst en á vorönn 2021 sem nú er hafin. Nemendur við skólann eru nú 868 en á vorönn 2020 stunduðu 654 nemendur nám við skólann. Í þessum tölum eru allir nemendur skólans, þ.e. nemendur í háskólagátt og símenntun auk nemenda á grunn- og meistarastigi háskólans.
Á vorönn hefja alls 160 nemendur nám við Háskólann á Bifröst en á vormisseri 2020 hófu 73 nýir nemendur nám við skólann. Meirihluti nýnemanna stunda nám á grunn- og meistarastigi háskólans, eða 101, en 59 nemendur hefja nám í háskólagátt og símenntun. Þar munar mestu um nýtt námstilboð sem er háskólagátt á ensku en 42 nemendur hófu þar nám nú í janúar. Þá er einnig metaðsókn að námskeiðinu Máttur kvenna sem haldið verður á vegum símenntunar skólans á vorönn.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta