Metaðsókn í alþjóðlega sumarskólann
Alþjóðlegur sumarskóli fór fram í sumar en hann er orðinn fastur liður í skólastarfinu á Bifröst. Titill sumarskólans er „Sustainable leadership in the 21st century“ og var hann kenndur frá 13. júlí til 3. ágúst. Í skólann komu alls 27 nemendur frá 15 löndum og er bakgrunnur þeirra mjög fjölbreytilegur, allt frá því að vera líffræðinemar til þess að vera að læra viðskiptafræði. Öll eiga þau það þó sameiginlegt að hafa komið til Íslands til þess að afla sér þekkingar um sjálfbærni og öðlast færni í að leiða vinnu henni tengdri.
Kennarahópurinn var ekki síður fjölbreyttur en alls komu 13 gestafyrirlesarar sem komu að skólanum frá 6 löndum. Allir eru þeir sérfræðingar annað hvort á sviði leiðtogafærni eða vinnu tengdri sjálfbærni og innleiðingu hennar í starf fyrirtækja og stofnana.
Nemendur heimsóttu íslensk fyrirtæki og stofnanir og má þar nefna Lögreglustjórann á Höfuðborgarsvæðinu, Össur hf. sem og jarðhitavirkjunina á Hellisheiði. Þá fengu þau einnig tækifæri til að kynnast náttúru og menningu Íslands og fóru meðal annars ferð um gullna hringinn og heimsóttu Friðheima og fengu að smakka vistvænt ræktaða tómata og hinar ýmsu afurðir unnar úr þeim.
Meg Fotheringham frá Kanada var ein af nemendum sumarskólans, aðspurð um hennar upplifun sagði hún: “Taking part in this summer school has been one of the most incredible experiences of my life. I have learned so many amazing and impactful things both inside and outside of the classroom, and I know I will carry that with me for the rest of my life. Learning from inspiring lecturers and alongside people I have become so close with, all while being surrounded by beautiful nature, is something I am incredibly grateful for.”
Aldrei hafa fleiri nemendur sótt nám við sumarskólann en hann er einn af mörgum liðum í aukinni alþjóðavæðingu við Háskólann á Bifröst. Verkefnastjóri alþjóðlega sumarskólans er Karl Eiríksson.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta