Hinir fjórir fræknu Letlandsfarar heita Heiða Björk Þórbergsdóttir, Hrafnhildur Heiða Sandholt, Þorbjörg María Ólafsdóttir og Gabríel Dagur Kárasond.
7. september 2023Menningarlegt frumkvöðlastarf og forysta
Öflugur nemendahópur frá Háskólanum á Bifröst tók nýlega þátt í tveggja vikna menningartengdu námskeiði við Latvian Academy of Culture í Lettlandi.
Námskeiðið nefndist Menningarlegt frumkvöðlastarf og forysta, en það er styrkt af Eramsus+ og er liður í blönduðu skiptinámi (BIP - Blended Intensive Programme). Slíkt skiptinám samanstendur af einu námskeiði í senn þar sem fjarnámi og staðnámi er blandað saman, með 5 til 30 daga staðlotu erlendis.
Hópurinn tók eftir vel heppnaða ferð smá ferðasögu saman, sem við höfum fengið góðfúslegt leyfi til að birta hér á HB hákólavefnum:
Öflugur hópur fjögurra nemenda frá Háskólanum á Bifröst fékk það frábæra tækifæri að víkka sjóndeildarhringinn og taka þátt í krefjandi og skemmtilegu tveggja vikna námskeið í menningarlegu frumkvöðastarfi og forystu í háskólanum Latvian Academy of Culture.
Í tíu daga prógrammi fengu nemendur að fylgjast með fjölbreyttum röðum fyrirlestra, stunda vinnustofur og fara í vettvangsferðir sem allar gáfu innsýn í menningarlegt frumkvöðlastarf.
Á meðan dvölinni stóð þróuðu nemendur einnig sitt eigið verkefni sem byggt var á menningarlegum áskorunum síns heimalands og kynntu í lok námskeiðsins. Íslenski hópurinn tók sig saman og gerði áætlun fyrir Akranes og hvernig mætti auðga og styrkja menningarlíf bæjarins.
Nemendur fóru í vettvangsferð í Latnesku óperuna og fengu þar að skyggjast inn fyrir á æfingu hjá Latnesku sinfóníunni og Latneska Ballettinum ásamt því að fá leiðsögn um Listasafnið í Riga og kynntu sér starfsemi safnsins. Dýrmætast fannst þeim að fá að deila reynslu sinni og þekkingu með fólki frá fjölbreyttum menningarheimum. Að fá að fara út fyrir þæginda rammann og prufa nýjar áskoranir eins og þessar. „Sem einstaklingar starfandi innan menningargeirans situr eftir dýrmæt reynsla þar sem við fengum að spegla okkur í öðrum menningarheimum og áskorunum. Að vera í samtali við alla þessu frábæru kennara og nemendur fyllti mann af innblæstri“.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta