
Menningarauðlind ferðaþjónustunnar í beinu streymi frá Hofi á Akureyri
Menningarauðlind ferðaþjónustunnar fer fram í dag, 14. maí, í Hofi á Akureyri og stendur yfir allan daginn. Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni í beinu streymi á netinu og taka þannig þátt óháð staðsetningu.
Rannsóknasetur skapandi greina stendur að ráðstefnunni í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála og með stuðningi úr Hvata, sjóði menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Ráðstefnan dregur saman fjölbreyttan hóp sérfræðinga, rannsakenda og aðila úr menningar- og ferðaþjónustugeiranum til að ræða hlutverk menningar í þróun ferðaþjónustu og mótun ferðamálastefnu til 2030.
Á dagskrá eru m.a. dæmisögur af vel heppnaðri menningarferðaþjónustu, fræðileg erindi og hópavinna þar sem þátttakendur móta framtíðarsýn og rannsóknastefnu á sviðinu.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta